TASER eða lögreglutök

Frekar mælt með TASER eða piparúða

niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar

 

Rannsókn tveggja bandarískra háskóla á átökum milli lögreglumanna og brotamanna sýnir að verulega dregur úr meiðslum beggja aðila ef Taser eða piparúða er beitt fremur en kylfum, lögreglutökum eða öðrum valdbeitingaraðferðum.

Rannsóknin, sem kynnt er í desemberhefti tímaritsins “American Journal of Public Health” hlaut 80 milljón króna styrk úr rannsóknarsjóði bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Hún náði til 24 þúsund skráðra tilfella á átökum milli lögreglu og brotamanna á 10 ára tímabili í tólf lögregluumdæmum.

John M. MacDonald, prófessor við glæparannsóknadeild University of Pennsylvania stýrði rannsókninni. Auk hans tóku fræðimenn við University of South Carolina þátt í henni. Skoðuð voru meiðsli lögreglumanna og brotamanna í sambærilegum átökum, annars vegar þar sem lögreglutökum, kylfum eða lögregluhundum var beitt og hins vegar þegar Taser rafbyssum eða piparúða var beitt.

Tvö lögregluembætti, í Austin og Orlando, voru skoðuð mjög nákvæmlega í þessari rannsókn. Í ljós kom að meiðslum í Austin fækkaði um 25% og um 62% í Orlando þegar Taser eða piparúða var beitt fremur en öðrum valdbeitingarúrræðum. Af þeim sem beittir voru Taser hjá þessum embættum á tveggja ára tímabili meiddust 1% lítillega og einn alvarlega. Enginn lögreglumaður meiddist vegna notkunar Taser, en nokkrir vegna notkunar piparúða.

Höfundar rannsóknarinnar mæla með því að lögreglumönnum verði heimilt að grípa frekar til Taser eða piparúða, en að beita lögreglutökum eða kylfum, ef þess er nokkur kostur.

Deila efni:

Leave a Reply