Tag Archives: TASER

  • 0

Rick Smith ræddi við lögreglumenn á Íslandi

Tags : 

Rick Smith, forstjóri og stofnandi Taser International, kom til landsins fyrr í sumar og hitti meðal annara formann landssambands lögreglumanna þar sem hann kynnti sér stöðu mála hér á landi og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu.

Hann hélt jafnframt kynningu á þeim vörum og þjónustu sem TASER International hefur upp á að bjóða. Kynningarfundurinn var tekinn upp og má sjá hann í spilaranum hér að neðan.

Rick Smith on Taser in Reykjavik from netsamfelag.is on Vimeo.

Lykilorðið er: Taser

Deila efni:

  • 0

Krefjast þess að allir lögreglumenn beri TASER

Tags : 

Landsamband lögreglumanna á Nýja Sjálandi hefur kallað eftir því að allir almennir lögreglumenn fái Taser rafbyssur í tækjabelti sín. Beiðnin kemur í kjölfar hrinu árása á lögreglumenn við störf en átta slíkar átti sér stað á mánaðratímabili fyrr í sumar.

Read More

Deila efni:

  • 0

Fróðleiksmoli

Tags : 

Í rannsókn sem framkvæmd var af UK Defense Science and Technology Laboratory (DSTL), var kannað hvaða áhrif TASER hefur á mannshjartað.
Samkvæmt þessari bresku rannsókn er öryggisstuðull fyrir TASER X26 240 á móti 1 sem er mun hærri stuðull en fyrir mörg algeng verkjalyf sem seld eru án lyfseðils í dag. En sum þeirra hafa öryggisstuðulinn 15 á móti 1.

Deila efni:

  • 0

Manni í sjálfsvígshugleiðingum bjargað (myndband)

Tags : 

Lögreglumenn bjarga manni í sjálfsvígshugleiðingum með TASER og taka atburðarásina upp með TASER AXON.

 

Reposting by demand. In this video, we see simultaneous views from two officers wearing AXON cameras. The call is a suicide attempt involving a firearm. The officer on the right provides lethal cover, while the officer on the left readies & deploys a TASER CEW when given an opening. Great tactics facilitate successful resolution all the way around. Love the quick transition into rescue mode. What do you think?

Posted by TASER International on 4. janúar 2014

Deila efni:

  • 0

Fréttir um atvik á Bretlandi

Tags : 

Undanfarið hafa íslenskir netmiðlar fjallað um atvik sem átti sér stað á Bretlandi og fullyrt að maður hafi látist eftir rafstuð úr Taser rafbyssu. Of snemmt er að fullyrða um dánarorsök mannsins þar sem dauðsfallið hefur ekki verið rannsakað.

Frá því Taser var tekinn í notkun eða síðustu sjö ár hafa tíu manns látist á Bretlandi eftir átök við lögreglu og Taser verið eitt af þeim úrræðum sem notuð voru.
Taser2
Í öllum tilfellunum sem úrskurðað hefur verið í eða átta af tíu, hefur Taser verið útilokaður sem orsök dauðsfallanna. Í tveimur tilfellum liggur niðurstaða ekki fyrir.

Gott er að hafa þetta í huga þegar rætt er um mögulegan þátt Taser í tilfellum þar sem fólk deyr í átökum við lögreglu.

Einnig er gott að hafa í huga að fólk hefur látist í átökum við lögreglu áður en Taser var tekinn í notkun. Á ellefu ára tímabili frá 1998 til 2009 létust á Bretlandi 333 einstaklingar í tengslum við handtökur lögreglu.

Deila efni: