Réttu fréttirnar

Þegar réttu fréttirnar loksins birtast

Fjölmiðlar hafa yfirleitt mjög hátt ef einhver deyr í átökum við lögreglu og Taser hefur komið við sögu. Undantekningalítið eru fyrirsagnirnar eitthvað á þessa leið: "Maður lést eftir notkun rafbyssu."

Í fréttunum er ávallt mikið gert úr því að lögregla hafi beitt Taser/rafbyssu við handtöku eða í átökum við brotamann sem hefur látist. Upp úr fréttunum spinnast oft heitar umræður þar sem því er haldið fram að viðkomandi hafi látist vegna notkunar Taser.

Öllu sjaldnar birtast svo fréttir af því þegar rannsókn á viðkomandi dauðsföllum lýkur. En þegar þær birtast - eins og fréttirnar hér fyrir neðan - þá kemur undantekningalaust fram að notkun Taser átti engan þátt í því að viðkomandi lést í átökunum. Dánarorsök má einatt rekja til ofskammta vímuefna og hjartabilunar eða köfnunar í átökum við lögreglu eða flótta frá lögreglu. Þó Taser hafi komið við sögu þá hefur engin rannsókn leitt í ljós að notkun tækisins hafi átt sök á dauða viðkomandi.

Staðreyndin er sú að enginn hefur látist af völdum rafstuðs frá Taser.

Hér að ofan má sjá skólabókardæmi um hvernig fjölmiðlar eiga það til að hlaupa á sig. Þann 7. júní 2013 segir The Spokesman frá því að maður hafi látist eftir að hafa verið stuðaður með Taser rafbyssu Það er í sjálfu sér ekki rangt en eins og oft áður er látið að því liggja að Taser hafi verið orsök þess að maðurinn lést.

Þann 25. október segir sami miðill frá því að rannsókn hafi leitt í ljós að dánarorsök mannsins hafi verið súrefnisskortur til heilans sem orsakaðist í átökum milli hins látna og lögreglumannsins sem framkvæmdi handtökuna. Maðurinn var tekinn hálstaki sem leiddi til súrefnisskortsins. Taser átti engan þátt í dauðsfallinu.

Deila efni: