Rannsókn National Institude Of Justice

Rannsókn gefur grænt ljós á TASER

-Rétt notkun Taser sögð jafn hættuítil eða hættuminni en aðrir valkostir við valdbeitingu

Afgerandi niðurstaða er nú komin varðandi Taser valdbeitingartækin. Um er að ræða afrakstur fimm  ára rannsóknarvinnu Rannsókna- og þróunarstofnunar bandaríska dómsálaráðuneytisins (National Insitute of Justice – NIJ)

Stofnunin stóð fyrir tveimur viðamiklum rannsóknum á notkun Taser. Önnur rannsóknin sneri að læknisfræðilegum áhrifum tækjanna og hin að notkun þeirra við lögreglustörf. Tugir vísindamanna komu  að þessum rannsóknum.

Megin niðurstaðan er sú að rétt notkun Taser sé jafn hættuítil eða hættuminni en aðrir valkostir við valdbeitingu, en hafi ótvíræða kosti við að fækka meiðslum á lögreglumönnum jafnt  sem brotamönnum. Ekkert mæli gegn því að lögregla taki Taser í notkun og margt mæli með því.

Hættulaust í notkun

Læknisfræðilega rannsóknin beindist einkum að dauðsföllum sem orðið hafa í tengslum við notkun á Taser við handtökur lögreglu. Megin niðurstaða hennar er að rétt notkun á rafpúlstækjum valdi engri sérstakri hættu á hjartsláttartruflunum og aðrar ástæður en notkun Taser hafi leitt til dauða viðkomandi einstaklinga. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er m.a. að finna eftirfarandi: Allar niðurstöður benda til þess að notkun á Taser sé jafn hættulítil eða hættuminni en aðrir valkostir við valdbeitingu. Engar læknisfræðilegar rannsóknir benda til þess að eðlileg notkun á Taser valdi sérstakri hættu á hjartsláttartruflunum, jafnvel þótt rafpúlsinn frá tækjunum fari í brjóstkassa einstaklinga. Öryggismörk eru mjög há ef tækjunum er beitt í samræmi við ábendingar framleiðandans. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði er engin ástæða fyrir lögregluembætti að forðast notkun á Taser til að yfirbuga einstaklinga sem sýna mótþróa eða berjast á móti handtöku, svo fremi sem tækin séu notuð samkvæmt reglum og leiðbeiningum. Æskilegast er að eftir hverja slíka notkun sé gerð skýrsla um valdbeitingaraðgerðina af þar til bærum sérfræðingum á sviði læknisfræði.

Dregur úr meiðslum lögreglumanna

Hin rannsóknarskýrslan sýnir að notkun á rafbyssum leiðir til umtalsverðrar fækkunar á meiðslum lögreglumanna jafnt sem brotamanna. Í skýrslunni um notkun lögreglu á Taser segir meðal annars: Samanburður á meiðslum brotamanna og lögreglumanna fyrir og eftir að lögregluembætti tóku Taser í notkun sýnir verulega fækkun á meiðslum beggja hópa eftir upptöku tækjanna. Rannsókn á 25 þúsund tilfellum, þar sem lögregla beitti líkamlegu afli við að yfirbuga einstaklinga, sýndi að í 17-64% tilfella meiddust hinir handteknu og í 10-20% tilfella meiddust lögreglumenn. Í valdbeitingartilfellum þar sem aðeins var beitt piparúða eða Taser voru meiðsli 65-70% færri. Mikilvægt er að lögreglumenn fái góða þjálfun í notkun á Taser, ekki síst til að geta metið við hvaða aðstæður og gagnvart hvaða einstaklingum rétt sé að beita tækjunum. Ekki síst er mikilvægt að hafa hliðsjón af ástandi, aldri og kyni viðkomandi einstaklinga.

Niðurstöður sem beðið hefur verið eftir

Þrátt fyrir að hátt í 300 rannsóknir hafi verið gerðar á áhrifum og notkun á Taser hefur niðurstaðna úr þessum tveimur rannsóknum NIJ verið beðið með mikilli eftiræntingu. Um er að ræða niðurstöður óháðra rannsóknarnefnda á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins, nefnda sem fengu nægan mannskap, tíma og fjármagn til að rannsaka til hlítar áhrif og notkun tækjanna. Rannsóknirnar voru alfarið fjármagnðar úr rannsóknasjóðum National Institute of Justice. Ákveðið var að hefja rannsóknirnar árið 2006 og upphaflega stóð til að niðurstöður gætu legið fyrir í lok árs 2009. Umfang rannsóknanna varð hins vegar mun meira og því hefur dregist að birta niðurstöðurnar. Fjórtán vísindamenn stýrðu læknisfræðilegu rannsókninni og leituðu þeir til 32 séræðinga í vinnuferlinu. Sex vísindamenn stýrðu rannsókninni á tækjanotkuninni hjá lögreglu og studdust við upplýsingar frá þúsundum lögregluembætta.

Skýrslurnar svara gagnrýnisröddum

Ýmsir gagnrýnendur á notkun Taser hafa lýst yfir að þeir ætluðu ekki að taka endan afstöðu fyrr en niðurstöður þessara rannsókna NIJ lægju fyrir. Því er ljóst að verulega á eftir að draga úr þeirri ómálefnalegu, órökstuddu og oft tilfinningaþrungnu gagnrýni sem haldið hefur verið á lofti um Taser. Í þessu samhengi má rifja upp að fram undir lok síðustu aldar beindu ýmis mannréttök í Bandaríkjunum spjótum sínum af miklum kröftum gegn notkun lögreglu á piparúða. Ein samtökin fullyrtu að tengja mætti piparúða við dauða 70 manna við handtöku eða varðhald í Bandaríkjunum. Var þess krafist lengi vel að notkun piparúða yrði bönnuð. Viðkomandi samtök viðurkenndu svo á endanum að engar sannanir lægju fyrir um að piparúði hafi valdið dauðsföllum. Eftir að Taser kom á markað var hætt að tala um piparúða, en athyglinni alfarið beint að þessu nýja valdbeitingartæki.

Rétt notkun TASER ekki hættuleg

Rannsóknir NIJ staðfesta það sem fram hefur komið í fjölda annarra rannsókna allt frá því rafpúlstæki (sem eru nánast eingöngu Taser) voru fyrst tekin í notkun um aldamótin. Niðurstaðan hefur einatt verið á þann veg að rafpúlstæknin sem beitt er með Taser sé ekki hættuleg. Í þeim tilfellum þar sem einstaklingar hafa látist í átökum við lögreglu og Taser hefur komið við sögu, er vímuefna- eða sjúkdómsástand viðkomandi, ásamt aðdraganda og eftirála átakanna einatt orsakavaldur dauðsfallanna. Í árslok 2010 höfðu 2,4 milljónir manna fengið í sig rafpúls úr Taser, frá því að fyrstu tækin komu á markað rétt fyrir aldamótin. Skiptingin er nánast jöfn á milli notkunar við lögreglustörf og prófana á sjálfboðaliðum, eða um 1,2 milljónir á hvorn hóp. Af þeim 1,2 milljónum tilfella þar sem Taser hefur verið beitt við handtökur eða í öðrum lögregluaðgerðum hafa orðið rúmlega 300 dauðsföll. Þau hafa nánast eingöngu orðið í Bandaíkjunum og Kanada. Í engu þessara dauðsfalla hefur verið úrskurðað við réttarrannsókn að rafpúls frá Taser hafi valdið dauða viðkomandi einstaklinga.

Ofsafengin átök og vímuefnaneysla megin orsök dauðsfalla

Í hinni læknisfræðilegu skýrslu NIJ segir að notkun Taser valdi alls ekki meira álagi en önnur átök sem fylgja handtöku, þar á meðal harkaleg orðaskipti, líkamleg átök, flótti á hlaupum eða að viðkomandi sé haldið föngnum. Við öll slík átök eykst hættan á dauðsfalli ef viðkomandi einstaklingur er undir áhrifum vímuefna, mjög æstur, berst um af miklum ofsa eða hefur undirliggjandi hjartasjúkdóma. Bent er á að í slíkum átökum geti skapast lífshættulegt ástand sem kallast blóðsýring (acidosis). Blóðsýring framkallar ekki ósvipað ástand í líkamanum og við dauðastirðnun (rigor mortis). Ofsafengin átök valda blóðsýringu og þá kallar líkaminn á stóraukið súrefnisflæði til að ná jafnvægi. Öndun og hjartsláttur eykst þá til muna og hætta er á að hjartað gefi sig, sérstaklega ef viðkomandi er undir áhrifum vímuefna og/eða er veill fyrir hjarta. Undir áhrifum vímuefna skynjar fólk síður takmörk sín eða þau hættumerki sem líkaminn sendir. Mörg dauðsföll við slíkar aðstæður hafa einnig orðið vegna þess að viðkomandi brotamaður kafnar í átökunum, sérstaklega ef honum er haldið niðri af afli. Rannsóknarnefndin segir í skýrslu sinni að beiting Taser auki blóðsýringu lítið sem ekkert og hafi ekki áhrif á öndun einstaklinga. Með Taser er hins vegar hægt að yfir illvíga brotamenn á skjótan hátt og þannig draga úr hættu á átökum sem geta leitt til stóraukinnar blóðsýringar.

Rétt notkun TASER skiptir mestu máli

Þrátt fyrir að rannsóknarnefndin telji notkun Taser ýmist jafn hættulitla eða hættu en aðrar valdbeitingaraðgerðir, þá brýnir hún fyrir lögregluembættum að vandað sé til þjálfunar notenda tækjanna og þeim sé aldrei beitt lengur en í 15 sekúndur. Venjuleg notkun Taser varir í allt að 5 sekúndur. Dæmi eru til um ranga og óþarfa notkun á Taser og spara fjölmiðlar sig sjaldnast í frásögnum þegar slík tilfelli koma upp. Rannsóknarnefndin áréttar því mikilvægi þess að þjálfa lögreglumenn mjög vel, hafa virkt eftirlit og læra af reynslunni. Fyrst og fremst bendir rannóknarnefndin á þá kosti sem rétt notkun Taser hefur í för með sér; þ.e. að minnka meiðsli brotamanna og lögreglumanna við handtökur, svo og að draga úr lífshættulegum átökum og/eða beitingu skotvopna við lögreglustörf.
Deila efni:

Leave a Reply