Rafmagnsfræði TASER

Það er ekki spennan sem er hættuleg, það er straumurinn

Margir kannast við að fá "stuð" af hurðahúnum og öðrum málmkenndum hlutum. Allan daginn hleður líkaminn upp stöðurafmagni sem líkaminn afhleður þegar við náum tengingu við hluti sem leiða. Þegar  þessi tenging næst hleypur rafmagn á milli sem nær meira en 30.000 voltum. Þótt spennan sé svo mikil stafar ekki hætta af vegna þess að straumurinn er nær enginn.

Þegar talað er um að spennan sem Taser gefur frá sér sé 50.000 volt, þá er straumurinn mjög lágur eða aðeins 0.0021 amper eða 2.1 MilliAmper. Þegar straumurinn hleypur á milli skauta á tækinu sjálfu  er spennan 50.000 volt en um leið og rafmagnið nær tengingu við þann sem gera á óvirkan, fellur spennan niður í 400 volt.

Á myndinni til hliðar má sjá samanburð á 220 volta rafmagnstengli (10 amper), ljósaperu í jólaseríu (1 amper) og svo Taser rafbyssu (0.0021 amper). Stærð hringjanna gefur sjónrænan samanburð á þeim straumi  rafmagns sem þessir hlutir gefa frá sér.

Hvað gerir TASER?

Prófaðu að lyfta hendinni. Horfðu nú á litla putta og hreyfðu hann. Við þessa aðgerð sendirðu boð frá heilanum  til handarinnar og litla putta með ákveðinni tíðni rafboða. Taser tæknin vinnur  á sömu tíðni og sendir frá sér eins rafboð nema mun háværari. Þannig má segja að Taser yfirgnæfi þessi boð  heilans til útlimanna.

Deila efni: