Í hnotskurn

Um Axon

Axon Flex löggæslumyndavélin er fest á líkama eða höfuð og sýnir atburði frá sjónarhorni lögreglumannsins. Axon Body er aftur á móti fest framan á lögreglumanninn. Báðar vélarnar ná að taka upp 90% meira en vélar sem fastar eru í lögreglubílum. Reynslan af Axon myndavélum sýnir að verulega dregur úr tilhæfulausum ásökunum á hendur lögreglumönnum, traust eykst á milli lögreglunnar og borgaranna og borgarar sýna af sér betri hegðum í samskiptum við lögreglu.

Evidence.com er hýsingarþjónusta í skýinu fyrir öll rafræn sönnunargöng sem lögregla höndlar með. TASER tryggir öryggi gagna á hæsta stigi sem völ er á.

Helstu kostir

 • Dregur verulega úr tilhæfulausum ásökunum
 • Dregur úr þörf á valdbeitingu
 • Bætir samskipti við grunaða og eykur gæði sönnunargagna sem aflað er með myndrænum hætti.
 • Eykur traust borgaranna á lögreglu með auknu gagnsæi og dregur úr kostnaði.
 • Dregur úr málskostnaði með betri sönnunarfærslum.
 • Dregur úr kostnaði við tölvukaup og geymslupláss.

Um TASER rafbyssur

TASER rafbyssurnar lama ofbeldisfulla brotamenn sem annars setja lögreglumenn, saklausa borgara og sjálfa sig í hættu. Þegar skotið er af TASER þrýstir nítrógen gas tveimur pílum úr skothylkinu, allt að 25 metra.og leiðir rafpúlsa í gegnum víra sem tengja saman pílurnar og byssuna. Þegar tekið er í gikkinn fer af stað 5 sekúndna ferli sem hefur áhrif á sjálfvirka vöðva líkamans. Þetta leiðir til þess að viðkomandi missir stjórn á vövðastarfseminni. Að þessum fimm sekúndum loknum er viðkomandi fljótur að ná sér.  Í stuttu máli þá lamar tækið hreyfigetu vöðva ofbeldisfullra einstaklinga og lágmarkar hættu á meiðslum. 
TASER hóf sölu á vörum sínum árið 1994 þegar AIR TASER 34000 kom á markað og 1999 setti fyrirtækið ADVANCED TASER M26 á markað. Þessi tæki ásamt þeim tækjum sem á eftir komu TASER X26 og nýjustu tækin X2 og X26P hafa dregið verulega úr meiðslum lögreglumanna og brotamanna.
TASER tækin eru í notkun hjá meira en 18.000 löggæslustofnunum í 107 löndum þar á meðal í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Frakklandi, Nýja Sjálandi, Singapore, Suður Kóreu og Bretlandi.
Lögregla í 31 af 34 stærstu borgunum með íbúafjölda yfir 500.000 notar TASER. Yfir 90% löggæslustofnana í Bandaríkjunum nota TASER .

Helstu kostir

 • TASER rafbyssur draga verulega úr líkum á dauðsföllum og slysum við erfiðar aðstæður.
 • Í rannsókn sem birt var í Journal of Trauma kom fram að í 5.4% tilfella hafi TASER komið í veg fyrir að fólk hafi látist við handtökur.
 • TASER hefur verulega dregið úr meiðslun á lögreglumönnum sem og brotamönnum frá 30% - 80% og dregið úr málshöfðunum vegna slysa við handtökur.
 • TASER tækin hafa dregið úr meiðslum brotamanna um allt að 70% og lögreglumanna um allt að 80%.
 • Fjöldinn allur af óháðum rannsóknum margra háskóla, sjúkrahúsa, lækna, löggæslustofnana og ríkisstofnana hafa leitt í ljós þær niðurstöður að Taser tækin eru nær undantekningalaust örugg og mjög áhrifarík.
 • Niðurstöður rannsóknar sem unnin var af læknadeild Wake Forest háskólans fyrir bandaríska dómsmálaráðuneytið (DOJ) sýndu að  99.75% af 1,201 brotamönnum sem yfirbugaðir voru með TASER hlutu aðeins skrámur og mar við handtöku.
Deila efni: