Fróðleikur

  • Taser skapar mesta öryggið af öllum þeim valdbeitingartækjum sem notuð eru. Bæði fyrir lögreglumennina og þá sem þarf að yfirbuga.
  • Vanlíðunartími eftir notkun Taser er sá styttsti af valdbeitingatækjum lögreglu samanborið við 30 mínútur til klukkutíma eftir piparsprey og daga, jafnvel vikur vegna brotinna beina eftir kylfur. Og til lífstíðar eftir skotvopn.
  • Aðeins Taser býður uppá nákvæma skráningu á notkun valdbeitingartækisins. Tækið skráir tímasetningu notkunnar, fjölda púlsa og lengd. Jafnframt er möguleiki á hljóð- og myndbandsupptöku.
  • Þar sem Taser hefur verið tekinn í notkun, hefur meiðslum á lögreglumönnum og hinum handteknu, fækkað um allt að 80%.
  • Nýleg rannsókn sem framkvæmd var hjá Baptist medical Centre í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum leiddi í ljós að af 1000 tilfellum þar sem Taser rafbyssur voru notaðar við handtökur, hlutu 99.7 prósent hinna handteknu enga áverka og að litlum hluta aðeins milda áverka eins og skrámur og mar.
  • Rannsóknir á hundruðum sjálfboðaliða hafa leitt í ljós engin heilsufarsleg eftirköst eftir notkun Taser.
  • Lögreglumenn í Bandaríkjunum eru 68 sinnum líklegri til að hljóta áverka af völdum hnefahögga, sparka og barsmíða almennt en af völdum einstaklinga með skotvopn. Tölfræðin sýnir að óvopnaðir einstaklingar valda meira líkamstjóni á lögreglumönnum en vopnaðir.
  • Skýrsla FBI frá árinu 2005 sýnir að 13,394 lögreglumenn slösuðust í átökum við óvopnaða einstaklinga samanborið við 195 í átökum við grunaða með skotvopn: (http://www.fbi.gov/ucr/killed/2005/table68.htm)
  • Löggæslustofnanir sem hafa tekið Taser í notkun hafa greint frá fækkun meiðsla handtekinna um allt að 87%. Taser gerir lögreglumönnum kleift að gera ofbeldisfulla einstaklinga óvirka á einfaldan og öruggan hátt.
Deila efni: