Excited delirium

Ekki nýtt fyrirbæri


Sumir halda að Excited Delirium sé ný skilgreining eða hugtak sem fundið var upp af lögreglu. Sumir genga jafnvel svo langt að kalla þessa greiningu afsökun fyrir "lögreglumorðum".

Árið 1849 varð Dr. Luther Bell, læknir á McLeon geðsjúkrahúsinu í Somerville í Bandaríkjunum, fyrstur til að skrásetja og lýsa því ástandi sem í dag er kallað Excited Delirium. Á árunum 1836 til 1848 lagði Dr. bell 1700 sjúklinga inn á sjúkrahús. Af þessum 1700 sjúklingum þróuðu um 40 þeirra með sér einkenni Excited Delirium. Um 3/4 þeirra létust. Hinir náðu sér að fullu.

Árlega deyja 20.000 manns í Bandaríkjunum af völdum eiturlyfja. Það er mismunandi eftir eiturlyfjunum hvernig fólk deyr. Manneskja sem deyr af völdum of stórs skammts af heróíni deyr á friðsælan hátt. Sprautar sig, líður út af og deyr. Sá sem deyr af völdum of stórs skammts af Kókaíni, deyr mjög ofbeldisfullum dauðdaga. einstaklingurinn verður mjög ör og ofbeldisfullur og þegar það gerist er oft á tíðum hringt eftir lögregluaðstoð.

Í meirihluta þeirra tilfella, þar sem dánarorsök er rakin til Excited delirium, finnst of mikið magn af kókaíni í líkama hins látna.

Einstaklingur sem kominn er í þetta ástand getur ekki róað sig sjálfur. Þegar að heilbrigð manneskja reynir líkamlega á sig, sendir heilinn skilaboð um að hætta áreynslunni þar til líkaminn er kominn í jafnvægi. Hjá einstaklingi sem kominn er á stig Excited Delirium vantar þennan "stoppara". Á endanum fellur viðkomandi í dá og oftar en ekki fylgir hjartastopp þar á eftir.

Valdbeitingartækin sjálf orsaka ekki þessa atburðarás en verða oft blórabögglar. Fyrir dómi hefur TASER nær undantekninga-
laust verið útilokaður sem orsakavaldur þegar dauðsfall hefur orðið við handtöku. í einu tilfelli, af rúmlega sjötíu, var sök fyrirtækisins talin vera 15 prósent. Því máli hefur verið áfrýjað og stendur enn.

Nokkur einkenni excited delirium

 

  • Viðkomandi á það til að klæða sig úr fötum og svitnar mikið

  • Viðkomandi á það til að ráðast gegn hlutum, sérstaklega skærum og skínandi hlutum.

  • Viðkomandi virðist öðlast ofurkraft og vera óstöðvandi. Gríðarlegt úthald og ónæmi gegn sársauka.

  • Æði rennur skyndilega á viðkomandi án sýnilegrar ástæðu.

  • Viðkomandi virðist ekki vita hver hann er eða hvar hann er niðurkominn og virðist skynvilltur.

  • Viðkomandi neitar að fara eftir fyrirmælum og lætur ekki af ofbeldisfullri hegðun sinni.

  • Viðkomandi talar hátt eða öskrar og ruglar samhengislaust.

  • Viðkomandi bregst mjög illa við hverskonar birtu.

Gott er að kalla eftir auka aðstoð ef grunur leikur á að um æsings- og óráðsheilkenni er að ræða. Mælt er með aðstoð bráðatækna í þessum tilfellum.

Deila efni:

Leave a Reply