Category Archives: TASER í fréttum

  • 0

Sjónarhornið getur skipt öllu

Þegar samskipti lögreglu við borgarana þróast á þann veg að lögreglan þarf að beita valdi er mjög mikilvægt að til sé góð upptaka af atburðinum. Í myndbandinu má sjá upptöku úr lögreglubifreið þar sem atburðarásin þróast ansi hratt úr því að vera venjuleg stöðvun bifreiðar yfir í að lögreglumaðurinn grípur til vopna. Mjög erfitt er að greina ástæður þess af myndbandinu einu úr bílnum að dæma.

This video is a perfect example of how quickly routine traffic stops can escalate into a possible deadly situation. I didn't find this through Cop Block, for the obvious reason, it shows the whole story! - Jay

Posted by Civilians Against CopBlock on 5. september 2015

Deila efni:

  • 0

Krefjast þess að allir lögreglumenn beri TASER

Tags : 

Landsamband lögreglumanna á Nýja Sjálandi hefur kallað eftir því að allir almennir lögreglumenn fái Taser rafbyssur í tækjabelti sín. Beiðnin kemur í kjölfar hrinu árása á lögreglumenn við störf en átta slíkar átti sér stað á mánaðratímabili fyrr í sumar.

Read More

Deila efni:

  • 0

Viðtal við forstjóra TASER International í Morgunblaðinu

Í morgunblaðinu í dag er að finna áhugavert viðtal við Rick Smith, forstjóra og stofnanda TASER International.

moginn

Deila efni:

  • 0

Fréttir um atvik á Bretlandi

Tags : 

Undanfarið hafa íslenskir netmiðlar fjallað um atvik sem átti sér stað á Bretlandi og fullyrt að maður hafi látist eftir rafstuð úr Taser rafbyssu. Of snemmt er að fullyrða um dánarorsök mannsins þar sem dauðsfallið hefur ekki verið rannsakað.

Frá því Taser var tekinn í notkun eða síðustu sjö ár hafa tíu manns látist á Bretlandi eftir átök við lögreglu og Taser verið eitt af þeim úrræðum sem notuð voru.
Taser2
Í öllum tilfellunum sem úrskurðað hefur verið í eða átta af tíu, hefur Taser verið útilokaður sem orsök dauðsfallanna. Í tveimur tilfellum liggur niðurstaða ekki fyrir.

Gott er að hafa þetta í huga þegar rætt er um mögulegan þátt Taser í tilfellum þar sem fólk deyr í átökum við lögreglu.

Einnig er gott að hafa í huga að fólk hefur látist í átökum við lögreglu áður en Taser var tekinn í notkun. Á ellefu ára tímabili frá 1998 til 2009 létust á Bretlandi 333 einstaklingar í tengslum við handtökur lögreglu.

Deila efni: