Algengar spurningar

 • Gefur TASER í raun frá sér 50.000 volt?

Nei. TASER X26™ gefur að meðaltali 400 volta straum í stuttan tíma eða 100 millisekúndur á hvern púls.

 • Gefur TASER X26 í raun frá sér 26 wött í þann sem fyrir verður?

Nei, það er nær 1.3 wöttum

 • Hefur einhver látist af völdum straums úr TASER?

Nei. Einu dauðsföllin sem hafa verið vísindalega tengd TASER eru 6 talsins. Í þeim tilfellum létust viðkomandi þegar þeir vörðust handtöku lögreglu og létust af völdum höfuðáverka eftir fall.

 • Stafar fólki með hjartagangráða hætta af TASER?

Öllu jafna gerir það ekki. Áhættan er mjög lítil en fræðileg þó fyrir einstakling með vissar gerðir gamalla gangráða en ekkert slíkt tilfelli hefur komið upp til þessa.

 • Hversu örugg eru TASER tækin? Hefur öryggisstuðull TASER verið metinn?

Samkvæmt einni viðamestu rannsókninni á TASER tækjunum sem framkvæmd var af UK Defense Science and Technology Laboratory, kemur fram að öryggistuðull TASER X26 er tvöhundruð og fjörutíu á móti einum (240:1). Til samanburðar má geta þess að öryggisstuðull margra ólyfseðilsskyldra verkjalyfja er fimmtán á móti einum (15:1). Með öðrum orðum er TASER mun öruggari en mörg ólyfseðilskyld verkjalyf.

 • Hversu margir einstaklingar hafa fengið í sig skot úr TASER?

Þann 12. ágúst 2015 höfðu 2.824.000 ± 2% brotamenn og 1.951.755 ± 7% sjálfboðaliðar fengið í sig skot úr TASER. Samtals rúmlega 4.8+ milljónir manna.

 • Er það satt að TASER tækin séu meira rannsökuð læknisfræðilega en hjartagangráðar?

Já. Ný tegund hjartagangráðs er prófuð á 30-60 sjúklingum áður en hún er sett á markað. TASER X26 var prófaður á 300 manns áður en sá fyrsti var settur á markað.

 • Eru langir púlsar úr TASER tækjum eða púlsar úr mörgum TASER tækjum samtímis, hættulegri?

Nei. Rafmagn hleðst ekki upp í líkamanum eins og til dæmis eitur. Í slíku reikningsdæmi eru tveir plús tveir ekki fjórir heldur tveir. Tvö tæki gefa frá sér sama straum og eitt tæki.

 • Er einstaklingur sem hefur neytt kókaíns í meiri hættu við að fá í sig skot úr TASER?

Nei

 • Veldur straumur úr TASER alvarlegum vöðvasamdráttum?

Nei. Kraftur vöðvasamdráttsins er um 40% af þeim samdrætti sem verður hjá manneskju sem lyftir lóðum.

 • Hversvegna látast sumir eftir að hafa fengið í sig skot úr TASER?

Af sömu ástæðu og þeir sem látast eftir að hafa verið settir í handjárn. Og af sömu ástæðu og þeir áttahundruð sem látast ár hvert við handtökur í norður Ameríku.

Samkvæmt rannókn The United States Bureau of Justice Statistics létust 2.002 einstaklingar við handtökur í Bandaríkjunum á árunum 2003 til 2005. Í 39 (1.9%) tilfellum af 2002 kom TASER við sögu. Í öðrum löndum deyr svipaður fjöldi við svipaðar aðstæður af völdum eiturlyfjanotkunar. Þessir 39 eru hluti þeirra 31.000 sem látast árlega af völdum ofneyslu eiturlyfja.

 • Í fjölmiðlum er stundum sagt að Amnesty International fullyrði að notkun á Taser hafi valdið dauða meira en 300 manns. Hvað er hæft í þessu?

Amnesty heldur þessu ekki fram, þannig að hér gætir ónákvæmni í endursögn fjölmiðla. Amnesty fullyrðir einungis að u.þ.b. 300 manns hafi látist eftir að hafa fengið í sig stuð úr rafbyssum. Amnesty lætur hins vegar sjaldnast fylgja sögunni að samtökunum er fullkunnugt um þá staðreynd að í málum þar sem dauðsföll hafa orðið við handtöku og TASER tæki hafa komið við sögu, hafa réttarmeinarfræðingar nær undantekningalaust útilokað TASER tækin sem orsakavald.

Í þeim tilfellum sem Amnesty nefnir til sögunnar, þá eru dánarorsakir fyrst og fremst tengdar mikilli fíkniefnanotkun, köfnun og/eða æsings- og óráðsheilkenni (excited delirium) sem leiðir til hjartastopps.

Niðurstöður fjölmargra rannsókna sýna að TASER tækin eru örugg valdbeitingartæki sem framleiða háa spennu og lágan straum sem getur ekki valdið dauða.

Deila efni:

Leave a Reply